• VIÐURKENNING FYRIR FRAMÚRSKARANDI STARF
    Í ÞÁGU ÍSLENSKRAR MATVÆLAFRAMLEIÐSLU.

ASKURINN 2021.

Viðurkenningin er veitt aðilum sem hafa lagt íslenskri matvælaframleiðslu liðsinni með starfi sínu. Það getur verið fyrir vöruþróun, framleiðslu, kynningar- og markaðsstarf, ræktun eða hvað sem kemur í huga er varðar íslenskan mat og hvernig hann kemst í maga neytandans.

Val dómnefndar byggist á innsendun tilnefningum almennings. Veitt er viðurkenning fyrir flokkana Nýsköpun, Hvatningu og Arfleið. Nánar má lesa um Askinn og viðmið viðurkenningarinnar hér.

Tilnefna má aðila alls staðar á landinu og skal senda inn tilnefningar eigi síðar en 1. nóvember 2021. Í hverjum flokki verður kunngert um þrjá til fimm aðila sem eru tilnefndir en viðurkenningin verður svo veitt á Matarhátíð Vesturlands sem verður haldin á Hvanneyri þann 11. nóvember 2021.

NÝSKÖPUN.

Hver finnst þér að eigi að hljóta viðurkenningu fyrir bestu nýsköpunarhugmyndina, eru byrjuð með áhugavert verkefni eða hafa komið að stofnun eða þróun hugmyndar sem byggir á framleiðslu matvæla? Þetta getur verið einstaklingur, hópur eða félag sem hafa staðið fyrir eða stutt að nýsköpunarverkefnum sem tengjast íslenskum mat og matargerð.

HVATNING.

Viðurkenningin er hugsuð fyrir þá sem eru starfandi og hafa starfað í matvælageiranum með farsælum hætti. Það getur verið frá bóndanum sem framleiðir afurðina allt til veitingastaðarins sem framreiðir hana með öllum þeim aðilum sem koma að því starfi.

ARFLEIFÐ.

Hver hefur haft áhrif á hvernig við kunnum að metta íslenskan mat, hampað honum og komið neytendum í kynni við hefðir í matargerð sem við getum ekki lifað án? Viðurkenning fyrir arfleið er fyrir þann aðila sem hefur lagt hönd á plóg í eflingu íslenskrar matargerðar og framleiðslu.