ASKURINN 2021.
Val dómnefndar byggist á innsendun tilnefningum almennings. Veitt er viðurkenning fyrir flokkana Nýsköpun, Hvatningu og Arfleið. Nánar má lesa um Askinn og viðmið viðurkenningarinnar hér.
Tilnefna má aðila alls staðar á landinu og skal senda inn tilnefningar eigi síðar en 1. nóvember 2021. Í hverjum flokki verður kunngert um þrjá til fimm aðila sem eru tilnefndir en viðurkenningin verður svo veitt á Matarhátíð Vesturlands sem verður haldin á Hvanneyri þann 11. nóvember 2021.