Um.

Askurinn 2021 verður veittur með breyttu sniði á Matarhátíð á Hvanneyri í nóvember 2021 í tengslum við viðburðadagskrá Markaðsstofu Vesturlands og Matarauðs Vesturlands Veisla á Vesturlandi.

Viðurkenningin Askurinn er veitt fyrir vel unnin störf í þágu íslensks matarauðs. Allir geta tekið þátt í að tilnefna til viðurkenningarinnar sem veitt verður í þremur flokkum: Viðurkenning fyrir Nýsköpun, ævistarf undir heitinu Arfleifð og Hvatningarviðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu íslensks matarauðs. Valnefnd fer yfir tilnefningar og birtir lista yfir þá aðila sem verða tilnefndir til viðurkenningarinnar. Einum aðila úr hverjum flokki verður veitt viðurkenning Askurinn 2021 á matarhátíðinni á Hvanneyri 13. nóvember. Opið er fyrir tilnefningar til og með 1. nóvember 2021.