Matarhátíð verður haldin í Hörpunni laugardaginn 14. desember og sunnudaginn 15. desember. Fjölmargir þátttakendur og vinningshafar í ASKINUM 2019 verða á staðnum með sínar vörur en mikil stemning hefur myndast á mörkuðunum í Hörpunni undanfarin ár. Af því tilefni var útbúið kynningarefni um ASKINN sem blasir við gestum þegar komið er inn á markaðssvæðið. Myndin er tekin í dag þegar Thelma Harðardóttir frá Markaðsstofu Vesturlands stillti upp kynningarefninu.

Kynningarstandur um ASKINN 2019